Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

17. fundur 21. september 2007
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar
Fundur 17 – 21. september 2007
 
 
Ár 2007, fimmtudaginn 21. september kom Umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í húsnæði Siglingastofnunar við Vesturvör í Kópavogi kl. 9:00
 Fundinn sátu Þórdís Friðbjörnsdóttir, sem ritaði fundargerð, Sigurlaug Brynleifsdóttir, Jón Sigurðsson, Jón Örn Berndsen, Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri, Hallgrímur Ingólfsson og fulltrúar Siglingastofnunar þeir Sigurður Sigurðarson, Kristján Helgason og Sigurður Áss Grétarsson.
 
Dagskrá:
1.      Málefni Sauðárkrókshafnar.
 
Afgreiðslur:
 
Fundurinn hófst á því að starfsmenn Siglingastofnunar rifjuðu upp fyrri framkvæmdir við Sauðárkrókshöfn.  Að því loknu kynntu þeir drög að niðurstöðum líkantilrauna sem gerðar hafa verið, á höfninni, nú í sumar.  Þær hafa gengið út á það að kyrra höfnina.  Svo virðist sem fundin sé leið til að draga úr óróanum sem verið hefur í höfninni. Eftir eru  nokkrar athuganir og stefnt að því að þeim verði að mestu lokið um og eftir mánaðamótin næstu.
 
Kynnt var kostnaðarmat þeirra framkvæmda sem til greina koma eftir líkantilraunirnar.
                                                                       Áætlað magn  Heildarkostn.  millj. kr.
Dýpkun við enda Norðurgarðs í 7.0 m          15.000 m3                               10
Dýpkun snúningssvæðis í   8.0 m                  56.000 m3                               37
Lenging þvergarðs um  24 m                           7.100 m3                               16
Suðurgarður, lengd um 350 m                       49.300 m3                              105
                                                                                                                           168
Stærstur hluti þessa kostnaðar, þ.e. bygging Suðurgarðs er á samgönguáætlun næsta árs.
Stefnt er að því að  farið verði í viðhaldsdýpkunina,  sem búið er að bjóða út, í desember.  Um er að ræða dýpkun við enda Norðurgarðs og svæði inni í höfninni, u.þ.b. 31.000 m3. Nauðsynlegt er að fara í þessa framkvæmd því togararnir eru farnir að taka niðri, inni í höfninni.
Nefndin samþykkti að óska eftir því að  framkvæmd við hluta af Suðurgarði verði flýtt og hægt að byrja á honum á þessu ári svo mögulegt verði að nýta efnið sem upp kemur við dýpkun.
Ákveðið að óska eftir fundi  sveitarstjórnar með samgönguráðherra og þingmönnum kjördæmisins til að kynna þeim verkefnið. Stefnt er að fundi í annarri viku október.  Í framhaldi af því verði opið hús í Siglingastofnun þar sem  þeim sem hafa áhuga verður boðið að kynna sér líkanið af Sauðárkrókshöfn og þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á höfninni.
 
Fundi lauk með hádegisverði kl. 12.00 og þakkaði nefndin góðar viðtökur og afar greinargóða kynningu.