Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar
Ár 2007, miðvikudaginn 31. október kl 815 kom umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki
Fundinn sátu: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir og Jón Örn Berndsen settur sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
Þórdís setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
Dagskrá:
1. Sauðárkrókshöfn – dýpkun og útboð
2. Sauðárkrókshöfn – landfylling og fyrirstöðugarður.
3. Sorpmál í Sveitarfélaginu.
4. Reglugerð um lögreglusamþykktir. Drög 6. sept. 2007.
5. Önnur mál.
Þórdís setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Afgreiðslur:
1. Sauðárkrókshöfn – dýpkun og útboð. Fjallað um þær niðurstöður sem fyrir liggja úr líkantilraunum fyrir höfnina. Lokaniðurstöður eru væntanlegar á næstu dögum. Rætt um fyrirhugaða dýpkun og landfyllingar.
Verksamningur milli Skagafjarðarhafna og Björgunar ehf um dýpkun í Sauðárkrókshöfn lagður fram. Samningsupphæð kr. 19.312.275 m vsk. samkvæmt fyrirliggjandi magnskrá. Hlutur Sveitarfélagsins í þeirri upphæð er 25 #PR. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrirliggjandi samning og vísar honum til Byggðarráðs til samþykktar.
2. Sauðárkrókshöfn. Lögð fram útboðs- og verklýsing, frá Siglingastofnun, vegna byggingar fyrirstöðugarðs svo mögulegt verði að nýta efni sem upp kemur við dýpkun til landfyllinga. Samþykkt að bjóða verkið út í lokuðu útboði. Áætlaður kostnaður kr. 10 milljónir og er alfarið kostnaður hafnarinnar. Erindinu vísað til Byggðarráðs til samþykktar.
Gunnar Steingrímsson hafnarvörður sat fundinn undir ofangreindum liðum og vék hann nú af fundi. Á fundinn komu nú Ómar Kjartansson frá Flokku ehf. og Helga Sigurbjörnsdóttir starfsmaður Sveitarfélagsins til viðræðna um sorpmálin og sorphirðu.
3. Rætt var um sorpmál og sorphirðu og þær fyrirsjáanlegu breytingar sem verða í þessum málaflokki á næstunni. Farið var yfir samþykktir um meðhöndlun úrgangs og rætt um gjaldskrármál vegna þessa málaflokks. Stefnt að því að fara í skoðunarferð austur á Fljótsdalshérað til að kynna sér verklag þar eystra í þessum málaflokki.
4. Reglugerð um lögreglusamþykktir. Drög 6. sept. 2007. Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
5. Önnur mál.
Ómar greindi frá ráðstefnu FENOR um endurnýtingu og flokkun úrgangs sem haldin verður á Sauðárkróki fimmtudaginn 8. nóvember nk.
Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1042
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar
Fundur 18 – 31. október 2007
Ár 2007, miðvikudaginn 31. október kl 815 kom umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki
Fundinn sátu: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir og Jón Örn Berndsen settur sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
Þórdís setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
Dagskrá:
1. Sauðárkrókshöfn – dýpkun og útboð
2. Sauðárkrókshöfn – landfylling og fyrirstöðugarður.
3. Sorpmál í Sveitarfélaginu.
4. Reglugerð um lögreglusamþykktir. Drög 6. sept. 2007.
5. Önnur mál.
Þórdís setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Afgreiðslur:
1. Sauðárkrókshöfn – dýpkun og útboð. Fjallað um þær niðurstöður sem fyrir liggja úr líkantilraunum fyrir höfnina. Lokaniðurstöður eru væntanlegar á næstu dögum. Rætt um fyrirhugaða dýpkun og landfyllingar.
Verksamningur milli Skagafjarðarhafna og Björgunar ehf um dýpkun í Sauðárkrókshöfn lagður fram. Samningsupphæð kr. 19.312.275 m vsk. samkvæmt fyrirliggjandi magnskrá. Hlutur Sveitarfélagsins í þeirri upphæð er 25 #PR. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrirliggjandi samning og vísar honum til Byggðarráðs til samþykktar.
2. Sauðárkrókshöfn. Lögð fram útboðs- og verklýsing, frá Siglingastofnun, vegna byggingar fyrirstöðugarðs svo mögulegt verði að nýta efni sem upp kemur við dýpkun til landfyllinga. Samþykkt að bjóða verkið út í lokuðu útboði. Áætlaður kostnaður kr. 10 milljónir og er alfarið kostnaður hafnarinnar. Erindinu vísað til Byggðarráðs til samþykktar.
Gunnar Steingrímsson hafnarvörður sat fundinn undir ofangreindum liðum og vék hann nú af fundi. Á fundinn komu nú Ómar Kjartansson frá Flokku ehf. og Helga Sigurbjörnsdóttir starfsmaður Sveitarfélagsins til viðræðna um sorpmálin og sorphirðu.
3. Rætt var um sorpmál og sorphirðu og þær fyrirsjáanlegu breytingar sem verða í þessum málaflokki á næstunni. Farið var yfir samþykktir um meðhöndlun úrgangs og rætt um gjaldskrármál vegna þessa málaflokks. Stefnt að því að fara í skoðunarferð austur á Fljótsdalshérað til að kynna sér verklag þar eystra í þessum málaflokki.
4. Reglugerð um lögreglusamþykktir. Drög 6. sept. 2007. Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
5. Önnur mál.
Ómar greindi frá ráðstefnu FENOR um endurnýtingu og flokkun úrgangs sem haldin verður á Sauðárkróki fimmtudaginn 8. nóvember nk.
Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1042
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar