Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

19. fundur 09. nóvember 2007
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar
Fundur 19 – 9. nóvember 2007
 
Ár 2007, föstudaginn 9. nóvember kl 815  kom umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Fundinn sátu: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir og Jón Örn Berndsen settur sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.
 
Þórdís setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Dagskrá:
 
1.      Sauðárkrókshöfn  – fyrirstöðugarður útboð
2.      Ramsar-svæði – kynning
3.      Endurheimt votlendis – bréf Náttúrustofu Norðurlands vestra
4.      FENÚR ráðstefna 8. og 9. nóvember
5.      Fjárhagsáætlun 2008
6.      Önnur mál.
 
Þórdís setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Sauðárkrókshöfn. Fyrirstöðugarður – Þriðjudaginn 6. nóvember 2007 kl 1100 voru opnuð, í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, tilboð í byggingu fyrirstöðugarðs í Sauðárkrókshöfn samkvæmt útboðsgögnum Siglingastofnunar og Stoðar ehf. verkfræðistofu gerð í október 2007.
Heiti verks : Sauðárkrókur fyrirstöðugarður. Verkið var boðið út í lokuðu útboði og var eftirtöldum aðilum gefinn kostur á að bjóða í verkið: Króksverki ehf., Norðurtaki ehf, Steypustöð Skagafjarðar og Víðimelsbræðrum ehf.
Eftirfarandi tilboð bárust :
Norðurtak ehf                              kr.        7.446.500.-
Steypustöð Skagafjarðar              kr.        8.931.000.-
Víðimelsbræður ehf.                    kr.        6.264.000.-
Kostnaðaráætlun verkkaupa er     kr.       9.560.000.-
 
Nefndin samþykkir að taka tilboði Víðimelsbræðra ehf. og ganga til samninga við þá á grundvelli tilboðs þeirra. Þessum lið vísað til Byggðarráðs til samþykktar.
 
2.      Fulltrúar Náttúrustofu Norðurlands vestra og Umhverfisstofnunar hafa óskað eftir að fá að kynna fyrir fulltrúum sveitarfélagsins RAMSAR verkefnið og möguleika Skagafjarðar í þeim efnum. Þeir nefndarmenn sem tök hafa á, mæti á kynningarfundinn í húsnæði NNV, Aðalgötu 2, mánudaginn 12. nóvember kl. 16. 
 

3.    Endurheimt votlendis í Skagafirði vegna hringvegar um Norður­árdal og jarðgangna milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Erindi Náttúrustofu Norðurlands vestra dagsett 5. nóvember lagt fram til kynningar. Samþykkt að fá Þorstein Sæmundsson forstöðumann til viðræðna við nefndina vegna þessa.

 
 
4.      Þórdís greindi frá ráðstefnu FENÚR um endurnýtingu og flokkun úrgangs sem haldin var á Sauðárkróki fimmtudaginn 8. nóvember nk.
 
5.      Fjárhagsáætlun 2008. Rætt um fjárhagsáætlun - .
 
6.      Önnur mál.
 
Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 0909
 
                                                                                                          Jón Örn Berndsen
                                                                                                          ritari fundargerðar