Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

20. fundur 16. nóvember 2007
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar
Fundur 20 – 16. nóvember 2007
 
Ár 2007, föstudaginn 16. nóvember kl 815  kom umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki  
Fundinn sátu: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, Jón Örn Berndsen settur sviðsstjóri sem ritaði fundargerð, Gunnar Steingrímsson hafnarvörður og Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri
 
Dagskrá:
1.      Fjárhagsáætlun 2008
2.      Skagafjarðarhafnir, gjaldskrármál.
3.      Önnur mál.
 
Þórdís setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Tekin var til afgreiðslu tillaga að fjárhagsáætlun 2008 fyrri umræða. Fyrir nefndinni voru eftirtaldir málaflokkar til afgreiðslu :
Hreinlætismál Málaflokkur 08
Umferðar- og samgöngumál Málaflokkur 10
Umhverfismál Málaflokkur 11
Þjónustumiðstöð Málflokkur 33
Fráveita Málaflokkur 53
Gunnar Steingrímsson gerði grein fyrir fjárhagsáætlun hafnarsjóðs:
Hafnarsjóður Málaflokkur 41 -  Tekjur: 39.252.000.- Gjöld: 49.840.000.-
Helga Gunnlaugsdóttir gerði grein fyrir fjárhagsáætlun fyrir umhverfismál:
Umhverfismál Málaflokkur 11 -  Niðurstaða: 41.744.000.-
Jón Örn gerði grein fyrir grein fyrir fjárhagsáætlun fyrir hreinlætismál, umferðar- og samgöngumál, þjónustumiðstöð og Fráveitu:
Hreinlætismál Málaflokkur 08 :Niðurstaða: 29.238.000.-
Umferðar- og samgöngumál Málaflokkur 10 : Niðurstaða kr. 48.150.000.-
Þjónustumiðstöð málflokkur 33 Niðurstaða: 9.275.000.-
Fráveita málaflokkur 53 Niðurstaða : kr. – 51.009.000.-
Samþykkt að vísa þessum liðum fjárhagsáætlunar til Byggðarráðs til fyrri umræðu.
 
2.      Gjaldskrármál Skagafjarðarhafnir.
Gunnar Steingrímsson hafnarvörður gerir eftirfarandi tillögur að breytingu á gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir.
Skipagjöld, vörugjöld, sorphirða, vatnssala, vogargjöld og hafnarverndargjald hækki um 5.4#PR.
Verð á rafmagni hækkar um 10 #PR í samræmi við sölu- og dreifingargjaldskrá RARIK
Útseld vinna hækki um 10,34 #PR. Ofangreindar breytingar taki gildi 1. janúar 2008
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir ofangreindar tillögur að gjaldskrárbreytingu og vísar þessum lið til Byggðarráðs til samþykktar.
 
 
3.      Önnur mál.
·         Borist hefur bréf varðandi Sauðárkrókshöfn þar sem sveitarstjórn, að fenginni umsögn Skipulags- og byggingarnefndar, veitir framkvæmdaleyfi fyrir byggingu fyrirstöðugarðs í Sauðárkrókshöfn.
·         Borist hefur bréf Siglingastofnunar dagsett 12. nóv. sl. þar sem fram kemur heimild til að flýta framkvæmdum við hluta af Suðurgarð Sauðárkrókshafnar telji Hafnarstjórn þörf á því.
 
Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 945
 
                                                                                                          Jón Örn Berndsen
                                                                                                          ritari fundargerð