Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

22. fundur 05. desember 2007
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar
Fundur 22 – 5. desember 2007
 
Ár 2007, miðvikudaginn 5. desember  kl 815  kom umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki  
Fundinn sátu: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, Jón Örn Berndsen settur sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð
 
Þórdís setti fund og bauð velkomna fundarmenn –
 
Dagskrá:   Úrgangsmál
 
1.      Úrgangsmál – gjaldskrár 
2.      Önnur mál.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Vinnufundur, þar sem farið var yfir ýmis gögn sem nefndin hefur viðað að sér vegna breytinganna sem eru í vændum í úrgangsmálum sveitarfélagsins, s.s.  lög og reglugerðir, samþykktir, kynningarefni o. fl. Formanni og sviðstjóra falið að leggja mótaðar tillögur að samþykktum og gjaldskrá fyrir á næsta fundi.
 
2.      Önnur mál.
 
Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 945
 
                                                                                                          Jón Örn Berndsen
                                                                                                          ritari fundargerðar