Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

23. fundur 14. desember 2007
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar
Fundur 23 – 14. desember 2007
 
Ár 2007, föstudaginn 14. desember  kl 815  kom umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki  
Fundinn sátu: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, Jón Örn Berndsen settur sviðsstjóri sem ritaði fundargerð, Ómar Kjartansson frá ÓK gámaþjónustu og Úlfar Sveinsson áheyrnarfulltrúi VG
 
Dagskrá:   Úrgangsmál
1.      Úrgangsmál – Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Skagafirði.
2.      Fjárhagsáætlun 2008
3.      Önnur mál.
 
Þórdís setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Sérstaklega Úlfar Sveinsson áheyrnarfulltrúa VG
 
Afgreiðslur:
 
1.      Farið yfir samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Skagafirði. Samþykktin samþykkt og ákveðið að óska umsagnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um samþykktina. Að fenginni umsögn Heilbrigðiseftirlits verður samþykktin aftur tekin fyrir í nefndinni.
 
2.      Fjárhagsáætlun 2008. Farið yfir þær breytingar sem Byggðarráð hefur gert á fjárhagsáætlunum málaflokka 08 Hreinlætismál og 10 Umhverfis- og samgöngumál. Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við þessar breytingar.
 
3.      Önnur mál. Engin.
Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1006
 
                                                                                                          Jón Örn Berndsen
                                                                                                          ritari fundargerðar