Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2018
Málsnúmer 1711225Vakta málsnúmer
Lögð voru fyrir nefndina drög að gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2018. Almennt hækka gjalskrárliðir um 2,6% fyrir utan gjöld tengd afgreiðslu fragtskipa sem hækka til samræmis við gjaldskrár annarra hafna.
Nefndin samþykkir drög að breyttri gjaldskrá og vísar til Byggðarráðs.
Nefndin samþykkir drög að breyttri gjaldskrá og vísar til Byggðarráðs.
2.Brunavarnir Skagafjarðar - gjaldskrá 2018
Málsnúmer 1711221Vakta málsnúmer
Lagt var fyrir fundinn erindi frá Svavari A. Birgissyni, slökkviliðsstjóra, varðandi gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2018.
Í erindinu er lagt til að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir útselda vinnu ásamt tækjaleigu muni hækka um 4 %. Gjaldskrá vegna slökkvitækjaþjónustu, þeir liðir sem innihalda efni muni hækka um 3 %. Þeir liðir gjaldskrár slökkvitækjaþjónustu sem innifela vinnu muni hækka um 4 %.
Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar henni til Byggðarráðs.
Í erindinu er lagt til að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir útselda vinnu ásamt tækjaleigu muni hækka um 4 %. Gjaldskrá vegna slökkvitækjaþjónustu, þeir liðir sem innihalda efni muni hækka um 3 %. Þeir liðir gjaldskrár slökkvitækjaþjónustu sem innifela vinnu muni hækka um 4 %.
Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar henni til Byggðarráðs.
3.Sorpurðun og sorphirða - gjaldskrá 2018
Málsnúmer 1711224Vakta málsnúmer
Lögð var fyrir nefndina tillaga að breyttri gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu fyrir árið 2018.
Lagt er til að gjaldskráin hækki um 5%.
Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar til Byggðarráðs.
Lagt er til að gjaldskráin hækki um 5%.
Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar til Byggðarráðs.
4.Hunda- og kattahald - gjaldskrá 2018
Málsnúmer 1711223Vakta málsnúmer
Lögð var fyrir nefndina tillaga að breyttri gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald fyrir árið 2018.
Lagt er til að gjaldskráin hækki um 5%.
Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar til Byggðarráðs.
Lagt er til að gjaldskráin hækki um 5%.
Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar til Byggðarráðs.
5.Fráveitugjald og tæming rotþróa - gjaldskrá 2018
Málsnúmer 1711222Vakta málsnúmer
Nefndin leggur til að gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa haldist óbreytt og vísar til Byggðarráðs til samþykktar.
6.Samstarfssamningur um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Vestra
Málsnúmer 1711265Vakta málsnúmer
Lögð voru fyrir fundinn drög að samstarfssamning um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Vestra. Nefndin gerir ekki athugasemdir við drögin.
Fundi slitið - kl. 16:15.
Dagur Þór Baldvinsson, yfirhafnarvörður, sat 1. lið fundar.
Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri, sat 2. lið fundar.