Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

25. fundur 11. febrúar 2008 kl. 08:16 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Úrgangsmál - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Skagafirði

Málsnúmer 0802049Vakta málsnúmer

Farið var yfir Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Skagafirði. Heilbrigðisfulltrúi nl. vestra hefur yfirfarið samþykktirnar og gerir hann ekki athugsemdir fyrir sitt leyti. Stefnt að því að taka samþykktirnar til formlegrar afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

2.Frumvarp til laga um samgönguáætlun, 292. mál. Umsagnarbeiðni.

Málsnúmer 0801073Vakta málsnúmer

Samgönguáætlun ? frumvarp til laga um samgönguáætlun. Erindi vísað til nefndarinnar frá Byggðarráði. Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við framangreint frumvarp til laga um samgönguáætlun.

Fundi slitið.