Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

27. fundur 26. mars 2008 kl. 08:15 - 10:18 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Umhverfis- og samgöngunefnd nr. 27

Málsnúmer 0807014Vakta málsnúmer

Þórdís setti fund og bauð velkomna fundarmenn. 1. Kynningarmál - Meðhöndlun úrgangs í Skagafirði 2. Deiliskipulag hafnarinnar á Sauðárkróki 3. Framkvæmdaáætlun hafnanna 2009-2012 4. Landmyndun á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki 5. Gatnagerð - Borgargerði - útboð 6. Önnur mál Afgreiðslur: 1. Kynningarmál - Meðhöndlun úrgangs í Skagafirði. Rætt um meðhöndlun úrgangs og kynningarefni vegna móttöku og flokkunar á sorpi. Ómar Kjartansson kom til viðræðna við nefndina undir þessum dagskrárlið. 2. Sauðárkrókshöfn - deiliskipulag. Rætt um framtíðarskipulag Sauðárkrókshafnar og þá deiliskipulagsvinnu sem nú er í gangi. Jón Örn gerði grein fyrir niðurstöðum fundar með fulltrúum fyrirtækja á svæðinu, sem haldinn var í Verinu 13. mars sl. 3. Framkvæmdaáætlun hafnanna 2009-2012. Fyrirséðar næstu framkvæmdir við Sauðárkrókshöfn eru: Lenging á "nýja" Sandfangara á Austurgarði. Ný flotbryggja í smábátahöfn, fingurbryggja og endurbætur. Endurbygging á masturshúsi og rafbúnaði í því. Dýpkun í Hofsósshöfn. 4. Samþykkt að færa út grjótgarð við Skarðseyri til áframhaldandi landmyndunar á Hafnarsvæðinu. 5. Gatnagerð - Borgargerði - Samþykkt að auglýsa og bjóða út gatnagerð, Borgargerði frá Skagfirðingabraut að Túngötu samkvæmt framlögðum gögnum. 6. Önnur mál. Engin.

Fundi slitið - kl. 10:18.