Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

116. fundur 09. janúar 2002 kl. 12:30 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 116 - 09.01.2002

Ár 2002, miðvikudaginn 9. janúar kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru:     Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Gísli Gunnarsson, Örn Þórarinsson, Helgi Thorarensen, Sigurður H. Ingvarsson, Jón Örn Berndsen og Árni Ragnarsson.
Dagskrá:
1.      Villinganesvirkjun – umsögn um stjórnsýslukærur. Bréf umhverfisráðuneytis
        frá 6. desember sl. 
2.      Jarðgöng á norðanverðum Tröllaskaga – umsögn um stjórnsýslukærur.
        Bréf umhverfisráðuneytis frá 28. nóvember sl. 
3.      Aðalskipulag Skagafjarðar
4.      Hafnarsvæðið á Sauðárkróki, Erindi frá Hafnarnefnd
5.      Borgartún 8, Sauðárkróki, viðbygging og umsókn um viðbótarlóð
6.      Akurhlíð 1, Sauðárkróki. Bréf Einars Sigtryggssonar frá 23.12. sl
7.      Laugarhvammur, frístundahúsasvæði, Umsókn um byggingarleyfi fyrir
        frístundahús. Gísli Kristjánsson og Einar Andri Gíslason á Sauðárkróki
8.      Útvík, Umsókn um breytingu á notkun útihúsa - Árni I. Hafstað
9.      Ártorg 1, Sauðárkróki. Umsókn um leyfi til breytinga á 3. hæð hússins
  
     – Sigurjón Rafnsson fh. KS
10.  Skagfirðingabraut 2. Bifröst – Umsókn um leyfi til breytinga.
11.  Önnur mál.

Afgreiðslur:
1.    Vísað er til bréfs Umhverfisráðuneytisins, dags. 6. desember 2001, þar sem óskað er umsagnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um kærur sextán aðila á úrskurði Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Villinganesvirkjunar í Skagafirði.
Í umsögn um mat á umhverfisáhrifum Villinganesvirkjunar, sem samþykkt var í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar 8. ágúst sl., er tekið á ýmsum þeim málum  sem fjallað er um í kærunum og vísast til þess.

Helgi Thorarensen vék nú af fundi en inn kom Jóhann Svavarsson.
2.      Vísað er til bréfs Umhverfisráðuneytisins, dags.28. nóv. 2001, þar sem óskað er umsagnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um kærur Trausta Sveinssonar og Guðjóns Jónssonar á úrskurði Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum jarðgangna og vegagerðar á norðanverðum Tröllaskaga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Í umsögn um mat á umhverfisáhrifum jarðgangna, sem sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti 4. september sl, voru gerðar alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð og t.d. bent á að athuga þyrfti betur áhrif á samgöngur og atvinnulíf á Norðurlandi vestra og vísast til þess.
3.      Vinna vegna gerðar Aðalskipulags. Farið yfir 4. kafla 1. skipulagstillögu og gengið frá þeim til áframhaldandi vinnslu.
4.      Hafnarsvæðið á Sauðárkróki. Erindi vísað til nefndarinnar frá Hafnarstjórn. Nefndin vísar málinu áfram til tæknideildar til vinnslu.
5.      Borgartún 8, Sauðárkróki. Þórður Hansen, Skógargötu 15, Sauðárkróki, óskar heimildar til að byggja við iðnaðarhúsnæði sitt að Borgartúni 8. Jafnframt sækir Þórður um stækkun á lóðinni til norðurs, þ.e um lóð sem hafði verið úthlutað til KS  til staðsetningar á olíutanki. Nefndin fellst á fyrirhugaða viðbyggingu og tekur jákvætt í að stækka lóðina til norðurs, þegar svar hefur borist frá KS.
6.      Akurhlíð 1, Sauðárkróki. Einar Sigtryggsson fh. Raðhús hf. óskar með bréfi dagsettu 23. 12. sl eftir endurnýjun á byggingarleyfi fyrir viðbyggingu norðan Hlíðarkaups. Nefndin áréttar að byggingarleyfi hafi ekki verið gefið fyrir viðbyggingu við húsið. Nefndin heimilaði stækkun byggingarreits um allt að 15 m til norðurs á fundi 8. júní 2000. Engar teikningar hafa borist af viðbyggingu og því aldrei verið gefið út byggingarleyfi. Nefndin vill af gefnu tilefni ítreka fyrri samþykktir sínar um að gengið verði frá lóð og bílastæðum við húsið í samræmi við samþykktar teikningar.  
7.      Laugarhvammur. Gísli Kristjánsson og Einar Andri Gíslason á Sauðárkróki óska eftir byggingarleyfi fyrir sumarhús á lóð merktri nr. 6 á aðalskipulagi Steinsstaðabyggðar frá 1990. Lóðin er í landi Laugarhvamms og liggur fyrir þinglýstur lóðarleigusamningur milli umsækjenda og Friðriks Ingólfssonar landeiganda. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Gunnari Einarssyni, BFÍ, kt. 020550-2369, Birkiási 19, Garðabæ. Uppdrættir dagsettir 1. sept. 2001. Erindið samþykkt.
8.      Útvík – Árni I. Hafstað óskar heimildar til að breyta norðurhluta fjóshlöðu í fjós, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Ingunni Hafstað dags. 4.12. sl.  Erindið samþykkt.
9.      Ártorg 1, Sauðárkróki. Sigurjón Rafnsson fh. Kaupfélags Skagfirðinga óskar heimildar til breytinga á innréttingum og herbergjaskipan á 3. hæð hússins, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Gunnari Guðnasyni, arkitekt, M3 arkitektar í Reykjavík. Erindið er samþykkt með sama fyrirvara og fram kemur í uppáskrift slökkviliðsstjóra. Örn Þórarinsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar og Stefán Guðmundsson tók ekki þátt í afgreiðslu.
10.  Skagfirðingabraut 2, Bifröst. Ómar Bragi Stefánsson fh. hússtjórnar óskar heimildar nefndarinnar til að breyta Félagsheimilinu Bifröst í kvikmyndahús og leikhús.
Framlagðir uppdrættir eru gerðir af arkitekt Árna í janúar 2002. Erindinu frestað til næsta fundar.

11.  Önnur mál engin.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1800