Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 4 – 30.07.98
Ár 1998. Fimmtudaginn 30. júlí kl. 9.00 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.
Mættir voru: Stefán Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Sólveig Jónasdóttir, Örn Þórarinson og Jóhann Svavarsson.
Auk þeirra sat fundinn Guðm. Ragnarsson byggingarfulltrúi.
Dagskrá:
- Frummat á umhverfisáhrifum vegna Tindastólsvegar og skíðasvæðis í Tindastóli. Kynning.
Afgreiðslur:
- Kynning á frummati á umhverfisáhrifum vegna Tindastólsvegar og skíðasvæðis í Tindastóli, en samkvæmt 11. gr. reglugerðar nr. 179/1994 er sveitarstjórn lögbundinn umsagnaraðili um framlagt frummat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.
Á fundinn mættu Árni Ragnarsson, arkitekt, sem gerði grein fyrir skýrslu sinni um frummat á umhverfisáhrifum vegna skíðasvæðis í Tindastóli, og Erlingur Jensson frá Vegagerðinni, sem gerði grein fyrir skýrslu Vegagerðarinnar um frummat á umhverfisáhrifum vegna Tindastólsvegar.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Stefán Guðmundsson Guðm. Ragnarsson, fundarritari
Sólveig Jónasdóttir
Örn Þórarinsson
Jóhann Svavarsson
Gísli Gunnarsson