Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 31 – 12.05.1999
Ár 1999 miðvikudaginn 12. maí kl. 1730 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar í Hótel Varmahlíð.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Jóhann Svavarsson, Árni Egilsson, Hallgrímur Ingólfsson, Ingvar Gýgjar Jónsson, Jón Örn Berndsen og Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt.
DAGSKRÁ:
- Deiliskipulag í Varmahlíð – kynningarfundur.
Í upphafi fundar fóru nefndarmenn í skoðunarferð um Varmahlíðarhverfið með Sigurði Haraldssyni þjónustufulltrúa. Síðan var sest að snæðingi að Hótel Varmahlíð. Kl. 2030 hófst fundur með íbúum húsa við Birkimel í Varmahlíð sem boðaðir höfðu verið til fundar við nefndina um deiliskipulag við Birkimel.
Stefán Guðmundsson bauð gesti velkomna og gaf síðan Árna Ragnarssyni arkitekt orðið. Árni fór yfir deiliskipulagstillöguna og gerði grein fyrir henni. Að lokinni yfirferð Árna var orðið gefið laust. Almennar umræður urðu um tillöguna og þá sérstaklega þann þátt sem að gerir ráð fyrir að lóðirnar séu kvaðaðar vegna snjómoksturs. Kristján Sigurpálsson tók til máls og þakkaði nefndinni fyrir komuna og kynninguna. Lýsti því að fyrir sitt leyti væri það í lagi þó taka þurfi af lóð hans ef sveitarfélagið þarf td. vegna snjómoksturs.
Rætt var um hæð trjágróðurs austan við Birkimel sem byrjaður er að byrgja útsýni.
Ákveðið að halda áfram með vinnslu deiliskipulagtillögunnar í þeim anda sem hún nú er.
Stefán Guðmundsson sleit síðan fundi og þakkaði gestum komuna.
Fleira ekki gert.
Stefán Guðmundsson Jón Örn Berndsen, ritari
Sigrún Alda Sighvats Hallgrímur Ingólfsson
Árni Egilsson Ingvar Gýgjar Jónsson
Jóhann Svavarsson