Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

61. fundur 08. mars 2000 kl. 14:00 - 17:22 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 61 – 08.03.2000

 

            Ár 2000, miðvikudaginn  8. mars kl. 14 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Hallgrímur Ingólfsson, Jón Örn Berndsen, Óskar S. Óskarsson og Ingvar G. Jónsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Þverárfjallsvegur - umsókn um framkvæmdaleyfi til lagningar Þverárfjallsvegar frá Þverá að Skagavegi.
  2. Freyjugata 18, Sauðárkróki - staða framkvæmda.
  3. Íbúðarsvæði aldraðra á Sauðárhæðum - götunöfn.
  4. Steinsstaðir - aldamótaskógar.
  5. Innex - umsóknir um lóðir fyrir sumarhús.
  6. Bárustígur 16, Sauðárkróki - útlitsbreytingar.
  7. Ægisstígur 7, Sauðárkróki - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu.
  8. Skagfirðingabraut 6, Sauðárkróki, suðurhluti - umsókn um leyfi til að breyta útliti hússins.
  9. Grundarstígur 6, Sauðárkróki - umsókn um leyfi til að breyta glugga.
  10. Lindargata 3, Sauðárkróki - bréf Péturs Einarssonar dagsett 10. febrúar 2000.
  11. Suðurgata 3, Sauðárkróki - umsókn um leyfi til að fjarlægja múrpípu.
  12. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Þverárfjallsvegur - Gunnar Guðmundsson umdæmisverkfræðingur, fh. Vegagerðar Ríkisins sækir um framkvæmdaleyfi til lagningar Þverárfjallsvegar frá Þverá að Skagavegi - fyrirliggjandi er jákvæð umsögn Skipulagsstofnunar dagsett 23. febrúar 2000 - Erindið samþykkt.

 

2. Freyjugata 18, Sauðárkróki - verkið var boðið út í desember 1998 og var verktaki Friðrik Jónsson ehf. Verktaki hefur nú skilað verkinu og því lokið - Hallgrímur Ingólfsson fór yfir verkið og gerði grein fyrir því.

 

3. Íbúðasvæði aldraðra Sauðárhæðum - götunöfn - umhverfis- og tækninefnd samþykkir að "efri gatan" sú vestari, heiti Hásæti og sú austari Forsæti.

 

4. Steinsstaðir - aldamótaskógar - umhverfis- og tækninefnd lýsir vilja sínum til að úthluta Skógræktarfélagi Skagfirðinga hluta af landi Steinsstaða undir svokallaðan Aldamótaskóg.  Um er að ræða land norðan og austan Héraðsdalsvegar sem jafnframt er að hluta skipulagt sem sumarbústaðabyggð. Tæknideild Skagafjarðar falið að ganga til samninga við Skógræktarfélagið þar sem tekið verði nánar á skipulagi svæðisins, tímalengd leigusamnings og öðrum verkþáttum er að þessu lúta. Í framhaldi af því verði landinu formlega úthlutað. Sigrún Alda situr hjá vegna vanhæfis.

 

5.Innex - bréf Tryggva Sveinbjörnssoanr frá 20. jan. 2000 rætt - Jóni Erni falið að svara Tryggva.

 

6. Bárustígur 16 - Geir Eyjólfsson og Sigríður Ingólfsdóttir sækja um leyfi til að hækka þak hússins, byggja kvisti, og breyta útliti þess - Teikning gerð af Sveini Núma Vilhjálmssyni MVFÍ dagsett í ágúst 1999 - erindið samþykkt.

 

7. Ægisstígur 7, Sauðárkróki - Einar Örn Einarsson og Sigríður Stefánsdóttir sækja um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni.  Framlögð teikning gerð af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Teikningin dagsett í júní 1999.  Fyrir liggur bréf nágranna dags. 8. mars. Erindið samþykkt.

 

8. Skagfirðingabraut 6, suðurendi - Stefanía Gylfadóttir sækir um leyfi til að:

a)      Minnka glugga á austurhlið.

b)      Breyta stærð glugga á suðurhlið.

c)      Taka svalahurð.

Umhverfis- og tækninefnd getur fallist á gluggabreytingar, en felur byggingarfulltrúa að afla teikninga af húsnæðinu.

 

9. Grundarstígur 3, Sauðárkróki - Guðbrandur Þ. Guðbrandsson sækir um leyfi til að bæta gluggapósti í glugga á suðurhlið. Erindið samþykkt.

 

10. Lindargata 3 - Hótel Tindastóll - Bréf Péturs Einarssonar dagsett 10. febrúar tekið fyrir. Erindið samþykkt.

 

11. Suðurgata 3, Sauðárkróki - Jón E. Friðriksson fh. Suðurgötu 3 ehf. Sækir um leyfi til að fjarlægja múrpípu af húsinu. Erindið samþykkt.

 

12. Önnur mál - engin.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1722.

 

Stefán Guðmundsson                                               

Jón Örn Berndsen

Örn Þórarinsson                                                        

Óskar S. Óskarsson

Sigrún Alda Sighvats                                               

Hallgrímur Ingólfsson

Jóhann Svavarsson