Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

1. fundur 02. desember 2013 kl. 17:00 - 18:00 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson aðalm.
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Árni Egilsson, aðalbókari Skagafjarðarveitna sat fundinn.

1.Skipun í embætti veitunefndar.

Málsnúmer 1312033Vakta málsnúmer

Lagt er til að Einar Einarsson verði formaður nefndarinnar, Úlfar Sveinsson varaformaður og Jón Magnússon meðstjórnandi, tillagan samþykkt samhljóða.
Áheyrnafulltrúar eru Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson.

2.Skagafjarðarveitur - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1311335Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014. Samþykkt að Indriði vinni áfram að áætluninni.
Listi yfir áætlaðar nýframkvæmdir lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.