Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

43. fundur 24. nóvember 2017 kl. 17:00 - 17:35 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Einar E. Einarsson, Helgi Thorarensen og Úlfar Sveinsson voru í símasambandi á fundinum.

1.Skagafjarðarveitur - gjaldskrár 2018

Málsnúmer 1711236Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir fundinn tillaga að gjaldskrám Skagafjarðarveitna fyrir árið 2018.
Drögin gera ráð fyrir að gjaldskrá fyrir heitavatnsnotkun ásamt föstum gjöldum fyrir hemla og mæla hækki um 5% frá og með 1. janúar 2018. Tengigjöld haldast óbreytt.
Gjöldin sem lagt er til að hækki að þessu sinni hafa hækkað um alls 3,5% síðan í júlí 2013. Síðan þá hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,3%, byggingavísitala um 13,8% og launavísitala um 37,8%.

Gert er ráð fyrir að gjaldskrá vatnsveitu hækki um 4,5% í samræmi við hækkun byggingavísitölu.

Nefndin samþykkir tillögur að gjaldskrárbreytingum og vísar til Byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 17:35.