Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

67. fundur 16. apríl 2020 kl. 13:00 - 14:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Eyrún Sævarsdóttir aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Axel Kárason
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Hegranes vinnuútboð 2020 - hitaveita og strenglögn

Málsnúmer 2004116Vakta málsnúmer

Rætt var um útboð vegna hitaveitu og lagningu ljósleiðara frá Sauðárkróki að Hellulandi í Hegranesi ásamt tengingu notenda á þeirri leið.
Nefndin felur sviðsstjóra að bjóða verkið út í lokuðu útboði.

2.Vatnstankur Eyri, kaldavatnsstofn - kynning

Málsnúmer 2004118Vakta málsnúmer

Kynntar hugmyndir um lagningu nýrrar kaldavatnslagnar á milli vatnssöfnunartanks að kaldavatnsstofni á Eyri.
Nefndin felur sviðsstjóra að láta hanna verkið og kostnaðargreina.

Fundi slitið - kl. 14:00.