Kynningarfundur um breytingar á aðalskipulagi
2. apríl kl. 16:30-18:30
Ýmislegt
Menningarhúsið Miðgarður
Opinn kynningarfundur verður haldinn í Miðgarði þann 2. apríl, kl. 16:30-18:30. Þar verður kynning á helstu breytingum í skipulagi og fulltrúar skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafar verða á svæðinu til að svara spurningum.
Drög að nýju aðalskipulagi Skagafjarðar fela í sér stefnumótun um framtíðarnotkun lands og uppbyggingu í sveitarfélaginu. Meðal helstu breytinga sem kynntar verða eru ný íbúðarbyggð á Nöfunum, valkostir um nýja aðkomu að Sauðárkróki, lega Blöndulínu 3, ný atvinnusvæði, skógrækt, valkostir um tjaldsvæði á Sauðárkróki, stígakerfi milli þéttbýlisstaða og umhverfisáhrif skipulagstillögu.