Fara í efni

17. júní hátíðarhöld í Skagafirði

16.06.2020

17. júní hátíðarhöld verða með óhefðbundnu sniði í ár í ljósi aðstæðna í samfélaginu.
Hátíðardagskrá verður streymt frá kl 12:00 á Facebooksíðu og heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar (www.skagafjordur.is). Hátíðarávarp, Fjallkonan, Leikfélag Sauðárkóks og frábær tónlistaratriði beint úr héraði verða á dagskránni.

Sundlaugar sveitarfélagsins verða opnar og verður tónlist og fjör fyrir sundlaugagesti. Mikið fjör verður einnig við hoppubelgina í firðinum.

Hestafjör verður á dagskrá á þremur stöðum í Skagafirði, en teymt verður undir börnum á eftirtöldum stöðum:

Sauðárkrókur - á Flæðunum við sundlaugina kl. 13-14.
Hofsós - Hesthúsahverfið í Hofsósi kl. 11-12.
Glaumbær - Túnið við Glaumbæ kl. 14-15.

Kaffihlaðborð og kaffisala verður vítt og breytt um fjörðinn og tilvalið að nýta sér það. 

Við hvetjum Skagfirðinga til þess að gera sér glaðan dag og njóta þjóðhátíðardagsins saman með fjölskyldu og vinum.

Opnunartímar sundlauganna verða sem hér segir:

Sauðárkrókur og Varmahlíð frá kl 10-17.
Hofsós frá kl. 07-21.