Fara í efni

8. bekkur Árskóla í Heimabyggðarvali heimsækir sveitarstjóra

15.11.2018
Nemendur úr 8. bekk Árskóla ásamt Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra og Guðbrandi Ægi Ásbjörnssyni, grunnskólakennara.

Nemendur úr 8. bekk Árskóla, sem stundað hafa nám í Heimabyggðarvali í haust heimsóttu Sigfús Inga Sigfússon, sveitarstjóra, í dag. Tilefnið var að afhenda honum niðurstöður úr verkefni sem þau unnu í valgrein sem nefnist Heimabyggðarval. Í valgreininni gerðu þau verkefni þar sem þau reyndu að komast að því hvað væri gott við Sauðárkrók og svo hvað mætti bæta. Hér er listi yfir það sem þau komust að:

Gott:

Íþróttaaðstaða er góð, fótboltavellirnir, íþróttahúsið, skíðasvæðið (sem fer stækkandi) og golfvöllurinn.

Sundlaugin (þegar hún verður tilbúin).

Góð stærð á bænum og gott fólk.

Góð leiksvæði.

Árskóli er góður.

Hafnarsvæðið er gott og góðir veiðistaðir.

Veitingastaðir eru góðir og bakaríið.

Þegar Bragðarefurinn er á afslætti á Bláfelli.

Nafirnar.

KS.

Vantar:

Betra tjaldstæði, ærslabelg, brettabraut, aparólu og fleiri leiktæki.

Dýragarð og gæludýrapössun.

Fleiri og stærri bíósali.

Go-kart braut.

Betri sundlaug með rennibrautum og SPA.

Betri veiðiaðstöðu eins og t.d. gönguleið ofan á nýja garðinn.

Betra sjúkrahús og nota flugvöllinn.

Stærra hótel og meira að gera í bænum.

Draugasafn.

Fjölbreyttari mat í skólanum og rólur á skólalóðina.

Trampolíngarð og tívolí.

Hafnarboltavöll.

Fleiri ruslatunnur.

Í Skaffó vantar: Nörda- og tölvubúð, ísbúð og nammibar og hafa opið á sunnudögum.

N1 mætti hafa betri nammibar.

Einnig væri gott ef það væru fleiri verslanir hér eins og t.d. Hagkaup, Bónus og Nettó og jafnvel verslunarmiðstöð.

Skyndibitastaðir eins og t.d. Subway, Dominos og KFC.

 

Sigfús Ingi fagnaði heimsókninni og lagði áherslu á að með því að koma með ábendingar sé hægt að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Sigfús sagði jafnframt að erindinu yrði vísað áfram innan stjórnsýslu sveitarfélagsins.