Fara í efni

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 Kynning á vinnslutillögu

13.03.2025

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040

Kynning á vinnslutillögu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 36. fundi sínum þann 12.03.2025 að kynna drög að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Drög að nýju aðalskipulagi Skagafjarðar fela í sér stefnumótun um framtíðarnotkun lands og uppbyggingu í sveitarfélaginu. Meðal helstu breytinga sem kynntar verða eru ný íbúðarbyggð á Nöfunum, valkostir um nýja aðkomu að Sauðárkróki, lega Blöndulínu 3, ný atvinnusvæði, skógrækt, valkostir um tjaldsvæði á Sauðárkróki, stígakerfi milli þéttbýlisstaða og umhverfisáhrif skipulagstillögu.

Opinn kynningarfundur verður haldinn í Miðgarði þann 2. apríl, kl. 16:30-18:30. Þar verður kynning á helstu breytingum í skipulagi og fulltrúar skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafar verða á svæðinu til að svara spurningum. Dagskrá verður kynnt síðar.

Drög að aðalskipulagi Skagafjarðar verða aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgátt.is undir málsnúmerinu 613/2024. Ábendingar og athugasemdir við drögin skal senda á skipulagsgáttina. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við drög að aðalskipulaginu er til og með 25. apríl 2025.

Sveitarfélagið hvetur íbúa og hagsmunaaðila til að kynna sér stefnumörkun um landnotkun í sveitarfélaginu og þær áherslur og aðgerðir sem talið er nauðsynlegt að ráðast í á næstu árum til að ná settum markmiðum skipulagsins.

 

Opnuð hefur verið heimasíða til kynningar á vinnslutillögunni, sjá hér      Heimasíða vinnslutillögu    

Ábendingar og athugasemdir við drögin skal senda á Skipulagsgáttina     Mál 613/2024 í Skipulagsgátt

 

Hér fyrir neðan má nálgast öll gögn:

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 - Vinnslutillaga - Greinargerð

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 - Vinnslutillaga - Flokkun landbúnaðarlands

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 - Vinnslutillaga - Umhverfisskýrsla

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 - Vinnslutillaga - Flokkun vega í náttúru Íslands

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 - Sveitarfélagsuppdráttur 1/5

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025 - 2040 - Sveitarfélagsuppdráttur 2/5

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025 - 2040 - Sveitarfélagsuppdráttur 3/5 

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025 - 2040 - Sveitarfélagsuppdráttur 4/5

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025 - 2040 - Sveitarfélagsuppdráttur 5/5

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025 - 2040 - Þéttbýlisuppdráttur Sauðárkrókur

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025 - 2040 - Þéttbýlisuppdráttur Varmahlíð

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025 - 2040 - Þéttbýlisuppdráttur Hofsós

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025 - 2040 - Þéttbýlisuppdráttur Hólar

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025 - 2040 - Þéttbýlisuppdráttur Steinsstaðir

 

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar