Fara í efni

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035

10.12.2021

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 30. nóvember 2021 endurskoðað Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 ásamt umhverfismatsskýrslu.

Tillaga að aðalskipulagi var auglýst frá 14. júlí 2021 til 13. september 2021. Alls bárust athugasemdir og umsagnir frá 102 aðilum vegna aðalskipulagsins frá umsagnaraðilum, íbúum og öðrum aðilum. Langflestar athugasemdirnar voru í formi samhljóða bréfs frá leiguhöfum lóða á Nöfunum/ Fjáreigendafélagi Sauðárkróks og vörðuðu fyrirhugaða stækkun íþróttasvæðisins á Nöfunum (ÍÞ-3.2).

Sveitarstjórn féllst á afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar á framkomnum umsögnum og athugasemdum og hefur skipulagstillagan verið uppfærð í samræmi við afgreiðsluna. Öll skipulagsgögn, athugasemdir, umsagnir og viðbrögð sveitarstjórnar verða aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt aðalskipulagsbreyting hefur verið send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Þau sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til sveitarstjóra eða skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.

Nálgast má samþykkt aðalskipulag og öll fylgigöng með því að smella hér.

 

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri