Aðgerðir til að stuðla að öryggi og viðhalda rekstri í heimsfaraldri
Sem kunnugt er hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19).
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur uppfært sína viðbragðsáætlun sem er að finna hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Þessi viðbragðsáætlun á að þjóna þeim tilgangi að vera stjórnendum Sveitarfélagsins Skagafjarðar til stuðnings um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum.
Áætlun þessi gildir fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess en helstu stofnanir munu setja sér eigin áætlun og útfæra nánar viðbrögð eftir eðli starfsemi hverju sinni. Ábyrgð á viðbragðsáætlun er á höndum viðkomandi yfirmanns stofnunar og öðrum yfirmönnum sviða sem og sveitarstjóra.
Viðbragðsáætlun þessi hefur þegar verið virkjuð og viðbragðsteymi sveitarfélagsins hefur tekið til starfa.
Hægt er að skoða viðbragðsáætlun sveitarfélagsins hér