Góð aðsókn í sundlaugar í Skagafirði framan af sumri
01.10.2020
Aðsókn í sundlaugarnar s.l. sumar var með miklum ágætum framan af sumri þar sem greinilegt var að Íslendingar voru duglegir að heimsækja laugarnar. Sér í lagi var ánægjulegt að sjá fjölgun gesta í laugunum á Sauðárkróki og í Varmahlíð, en metfjöldi gesta sótti sundlaugina í Varmahlíð í sumar. Í lok sumars var fækkun gesta aðeins -2,5% milli ára þar sem langmestu munar um fækkun erlendra gesta.
Sveitarfélagið Skagafjörður hvetur heimamenn svo áfram til þess að nýta sundlaugarnar sér til heilsubótar.