Fara í efni

Aðsóknartölur sundlauganna í Skagafirði 2022

24.01.2023

Aðsóknartölur sundlauganna í Skagafirði voru með ágætum á síðasta ári þar sem gestafjöldinn var rétt um 88 þúsund, sem er aukning um 1,5% milli ára. Lítilsháttar aukning varð í fjölda gesta á Hofsósi (+4,5%) og í Varmahlíð (+5,1%) en örlítil fækun varð milli ára á Sauðárkróki (-3,1%), sem skýrist fyrst og fremst af lokun í byrjun júní vegna viðhaldsvinnu. Aðsóknin yfir sumarið hefur oft verið betri, en veður, viðhald og fáir ferðamenn eiga þar sök að máli. Vonir standa til þess að aðsókn í laugarnar verði meiri n.k. sumar með auknum straumi ferðamanna til landsins.

Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til þess að nýta sér vel þá heilsulind sem sundlaugarnar í Skagafirði eru. Opnunartíma lauganna má finna hér.