Aðventuhátíð í Varmahlíðarskóla 21. nóvember
20.11.2015
Aðventuhátíð foreldrafélags Varmahlíðarskóla verður á morgun 21. nóvember kl 13-15. Ýmsar tegundir af föndri eru í boði s.s. tálgun, jólakort, pappírsföndur, perl og piparkökuskreytingar segir á heimasíðu skólans. 10. bekkingar munu selja kaffi, kakó og vöfflur og rennur ágóðinn í ferðasjóð þeirra. Allir eru velkomnir og foreldrar sem aðrir hvattir til að koma og njóta stundarinnar og ekki er verra að mæta með pennaveski, lím, skæri og liti.