Aðventuopnun í Glaumbæ
Föstudaginn 17. desember næstkomandi verður sérstök aðventuopnun hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ. Boðið verður upp á heitt súkkulaði, jólate og kaffi í safnbúðinni við innganginn að svæðinu. Gamli bærinn verður kominn í jólabúning og hátíðarbragur yfir svæðinu og hægt að fara í rökkurgöngu um bæinn.
Vegna gildandi sóttvarnarreglna- og takmarkana verður ekki hefðbundin sögustund í baðstofunni að þessu sinni líkt og síðustu ár, til að forðast hópamyndun. Þess í stað verður gestum boðið að koma frítt í safnið á milli kl. 10 og 19 þennan dag, njóta samverustunda og léttra veitinga í boði safnsins. Þess má geta að Áshúsið er lokað vegna framkvæmda.
Við vonumst eftir að sjá sem flesta og biðjum fólk um að mæta með grímu og gæta að fjarlægðarmörkum.