Fara í efni

Ærslabelgur á Hofsósi

08.09.2017
Ærslabelgurinn er staðsettur við hlið Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi.

Íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni settu af stað söfnun í sumar fyrir ærslabelg eða loftdýnu til að hoppa á. Auglýst var eftir fjárframlögum á samfélagsmiðlum og í héraðsblöðum auk þess að bréf voru send á félagasamtök austan Vatna.

Ærslabelgurinn hefur vakið mikla lukku, bæði meðal bæjarbúa og gesta og eru yngri kynslóðir sérstaklega ánægðar með framtakið. Belgurinn er staðsettur á Hofsósi, við hlið Grunnskólans austan Vatna og nýtist því einnig nemendum skólans á haustin og vorin þegar ekki er frost og snjór.

Sveitarfélagið lýsir yfir ánægju með framtak íbúasamtakanna en kostnaður við jarðvinnu við uppsetningu belgsins og rekstarkostnaðar er í höndum sveitarfélagsins.