Ævintýraóperan Baldursbrá
09.11.2016
Það var líf og fjör hjá yngri nemendum grunnskólanna í Skagafirði í gær þegar ævintýraóperan Baldursbrá var sýnd þ.e. útdráttur úr verkinu. Verkið er eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson og byggir tónlistin að hluta á íslenskum þjóðlögum, bæði rímum og þulum og einnig bregður fyrir rappi og fjörugum dansi.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði starfshóp í ágúst 2013 til að gera tillögur um aðferðaáætlun um menningu barna og ungmenna og var tillagan, list fyrir alla, ein af grunntillögum hópsins. List fyrir alla er verkefni sem gengur út á að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.