Fara í efni

Afmælishátíð og þemadagar í Árskóla

12.11.2013

Í tilefni þess að 15 ár eru síðan skólarnir á Sauðárkróki voru sameinaðir eru þemadagar 12. – 15. nóv þar sem nemendur Árskóla vinna að verkefnum tengdum afmæli skólans og sögu skólahalds á Sauðárkróki. Fimmtudaginn 14. nóv er afmælishátíð skólans sem hefst með dagskrá við gamla barnaskólann við Freyjugötu kl 9:30, stutt ræðuhöld og söngur. Að því loknu verður skrúðganga að Árskóla. Opið hús verður í skólanum frá kl 13-22 þar sem nemendur 8. og 9. bekkjar verða með leiðsögn um skólann á hálfa og heila tímanum.  Danssýning og vígsla nýja skólans verður í íþróttahúsinu sama dag kl 17.

Dansmaraþon 10. bekkjar hefst kl 11 á fimmtudeginum og lýkur kl 13 á föstudeginum og verður opið kaffihús af því tilefni. Þann dag verður skólinn einnig opinn frá kl 8 – 18 og nemendur með leiðsögn á heila og hálfa tímanum.

Allir eru velkomnir að koma og skoða skólann og taka þátt í hátíðahöldunum !