Fara í efni

Áframhaldandi samstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokks

29.05.2018
Skagafjörður

Eftir niðurstöður sveitarstjórnarkosninga í Sveitarfélaginu Skagafirði er ljóst að meirihluti Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna heldur þar sem Framsókn fékk þrjá menn kjörna og Sjálfstæðisflokkur  tvo. Núverandi meirihlutaflokkar hafa tekið ákvörðun um að endurnýja samstarfssamning flokkanna fyrir næstu fjögur ár.

Í tilkynningu frá oddvitum flokkanna, Stefáni Vagni Stefánssyni og Gísla Sigurðssyni verður unnið að gerð nýs málefnasamnings næstu daga sem verður kynntur þegar hann liggur fyrir.

Flokkarnir hafa þegar boðið Byggðalistanum, sem fékk tvo menn kjörna í sveitarstjórn, aðkomu að nýjum meirihluta en því tilboði var hafnað.

Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar undanfarin átta ár, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa á þeim vettvangi og verður því auglýst eftir nýjum sveitarstjóra.

Fréttatilkynning oddvita Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks