Álagning fasteignagjalda 2014
Álagning fasteignagjalda 2014 er nú í vinnslu. Eigendum fasteigna er bent á að tilkynna breytingar sem fyrst til sveitarfélagsins, er lúta að álagningunni og innheimtu.
Í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins geta fasteignaeigendur:
- Skoðað álagningarseðil fasteignagjalda fyrir árið 2014, eftir að álagning hefur farið fram.
- Óskað eftir að fá sendan álagningarseðil.
- Óskað eftir að greiða fasteignagjöldin með boðgreiðslu.
- Óskað eftir að greiða öll fasteignagjöldin á einum gjalddaga.
- Tilkynnt um breytingar er varða greiðslur og greiðendur á fasteignagjöldum.
Álagning – breytingar – innheimta
Þess er óskað að ábendingar um breytingar og leiðréttingar á álagningu eða innheimtu berist til sveitarfélagsins eftir einhverri eftirtalinna leiða; í gegnum Íbúagáttina, símleiðis í síma 455 6000 eða með tölvupósti á netfangið innheimta@skagafjordur.is
Álagningarseðlar
Álagningarseðlar fasteignagjalda verða sendir bréfleiðis til allra sem eru 70 ára og eldri. Þessir aðilar geta tilkynnt um ósk sína að fá rafræna útgáfu af álagningarseðli í Íbúagátt sveitarfélagsins eða með símtali við afgreiðslu veitarfélagsins. Vinsamlegast tilkynnið það sem fyrst.
Allir gjaldendur, lögaðilar og einstaklingar, geta nálgast rafræna útgáfu álagningarseðilsins í Íbúagáttinni og á vefsíðu island.is undir „Mínar síður“.
Gjalddagar
Gjalddagar fasteignagjaldanna verða átta frá 1. febrúar til og með 1. september 2014. Hægt er að fá að greiða öll gjöldin á einum gjalddaga 1. maí 2014 eða fyrr séu þau jöfn eða umfram 23.000 kr. Sækja verður um það fyrir 23. janúar 2014.
Greiðslumátar
- Beingreiðslur
Innheimtur greiddar með beingreiðslum af bankareikningum greiðenda.
Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa í viðkomandi banka til að virkja þennan kost. - Boðgreiðslur
Tilkynna þarf til sveitarfélagsins ef óskað er eftir að greiða fasteignagjöld með kreditkorti.
Þetta á einungis við þá sem eru í fyrsta sinn að óska eftir þessum greiðslumáta fasteignagjalda.
Óska þarf eftir breytingu á greiðslumáta fyrir 23. janúar 2014. - Greiðsluseðlar í tölvupósti.
Greiðsluseðill sendur í tölvupósti og birtist einnig í heimabönkum. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á netfangið innheimta@skagafjordur.is og óskið eftir þessari þjónustu fyrir 23. janúar 2014. - Greiðsluseðlar
Innheimtur greiddar með heimsendum greiðsluseðlum. Hvatt er til þess að aðrir greiðslukostir séu notaðir.
Athugið að greiðslumáti fyrra árs heldur sér ef ekki eru gerðar breytingar.
Elli- og örorkulífeyrisþegar
Lækkun fasteignaskatts á íbúðum elli- og örorkulífeyrisþega eru reiknuð við álagningu til bráðabirgða og er stuðst við tekjur samkvæmt skattframtölum 2013 vegna tekna ársins 2012. Endanlegur útreikningur fer fram þegar álagningu 2014, vegna tekna ársins 2013 er lokið. Afslátturinn er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna skv. skattframtali 2013. Ekki er þörf á að sækja um þennan afslátt.
Frekari upplýsingar
Hægt að senda fyrirspurn á netfangið innheimta@skagafjordur.is eða hringja í síma 455 6000.
Sauðárkróki, 7. janúar 2014
Sveitarstjóri