Fara í efni

Allt til alls í Varmahlíð

06.12.2018
Varmahlíð sumarið 2017

Sjónvarpsstöðin N4 sýndi á dögunum skemmtilega frétt frá Varmahlíð. Þar má sjá hversu glæsilega aðstöðu þar er upp á að bjóða. Í Varmahlið er heilsueflandi grunnskóli þar sem liðlega 100 börn sækja skóla. Þar er einnig menningarhús, íþróttahús og tækjasalur, glænýr úti körfuboltavöllur, gervigrasvöllur, og glæsileg sundlaug með splunkunýrri rennibraut með útsýni langt yfir fjörðinn þegar klifrað er upp á topp. Ekki má gleyma tónlistarskólanum sem er staðsettur í sama húsnæði og grunnskólinn og fallegu skóglendi í bakgarðinum. Skagfirðingar mega svo sannarlega vera stoltir af aðstöðunni í Varmahlíð.

Hér má nálgast umfjöllunina á sjónvarpsstöðinni N4.