Áramótabrennur og flugeldasýningar í Skagafirði
29.12.2022
Nú líður að lokum ársins 2022 og verður árið kvatt og nýju ári fagnað með áramótabrennum og flugeldasýningum víða í sveitarfélaginu.
Hér má sjá upplýsingar um áramótabrennur og flugeldasýningar í Skagafirði:
Kl. 17:00 – Hofsós – Áramótabrenna við Móhól ofan við Hofsós. Flugeldasýning hefst kl. 17:30.
Kl. 20:30 – Hólar – Flugeldasýning hefst kl. 21.
Kl. 17:00 – Varmahlíð – Flugeldasýning á túninu neðan við Varmahlíð (engin brenna).
Kl. 20:30 – Sauðárkrókur – Áramótabrenna staðsett milli Borgargerðis og Sauðárkróksbrautar, til móts við leikskólann Ársali. Flugeldasýning hefst kl. 21. Skotið verður ofan af Nöfum.
Mynd sýnir staðsetningu flugeldasýningar í Varmahlíð.
Gleðilegt nýtt ár 2023!