Atvinna
Í Sveitarfélaginu Skagafirði er fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Skagafjörður er öflugt framleiðsluhérað og eru matvælaframleiðsla, landbúnaður og sjávarútvegur grunnstoðir atvinnulífsins. Af þessu leiðir fjölbreytt flóra fyrirtækja sem styðja við þessar grunnstoðir. Fjöldi starfa er í byggingariðnaði, ýmsum tæknistörfum sem og ferðaþjónustu svo dæmi séu tekin. Atvinnuleysi mælist lágt í Skagafirði og eftirspurn eftir starfskröftum mikil. Skagafjörður tekur sérstaklega vel á móti störfum án staðsetningar.