Árshátíð 1.-5. bekkjar Varmahlíðarskóla verður haldin á morgun
31.10.2018
Fimmtudaginn 1. nóvember kl. 16:30 fer fram árshátíð 1.-5. bekkjar Varmahlíðarskóla í Menningarhúsinu Miðgarði, en sýningin hefur fengið nafnið Ævintýragrauturinn og verða valdir bútar úr ævintýrum Thorbjørns Egner fluttir af nemendum 1.-5. bekkjar skólans.
Leikstjórn er í höndum umsjónarkennara og undirleikari er Stefán R. Gíslason.
Kaffi og djús í Miðgarði að sýningu lokinni.
Aðgangseyrir er 2.000,- kr. fyrir 16 ára og eldri og 1.000,- kr. fyrir börn á grunnskólaaldri utan Varmahlíðarskóla. Ekki er tekið á móti greiðslukortum.
Frístundastrætó fer frá Sauðárkróki, Hofsósi og Hólum en skráning fer fram á netfanginu husfritimans1@skagafjordur.is
Allir velkomnir. Aðeins þessi eina sýning.