Fara í efni

Árshátíð hjá grunnskólanum á Hofsósi

06.04.2017
Nemendur á Hólum settu upp leikritið um Línu Langsokk. Mynd GAV.

Föstudaginn 7. apríl verður árshátíð nemenda Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi og hefst hún kl 17 í Höfðaborg. Í boði verða fjölbreytt skemmtiatriði, leikur, söngur og dans og að skemmtun lokinni mun nemendafélagið vera með pizzur til sölu.

Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 1.800 kr og frítt fyrir leik- og grunnskólabörn og skemmtuninni lýkur með diskóteki til kl 21.

Nemendur skólans á Hólum settu upp leikritið um Línu Langsokk á sinni árshátíð í síðustu viku og hér fylgir með hópmynd af leikurunum sem allir stóðu sig með prýði.