Fara í efni

Árshátíðir í skólunum á Hólum og Sólgörðum

11.03.2016
Nemendur í grunnskólanum á Hólum

Nemendur í Grunnskólanum austan Vatna verða með árshátíð á Hólum í dag föstudaginn 11. mars og í Sólgarðaskóla sunnudaginn 13. mars.

Árshátíðin á Hólum verður í kvöld og hefst hún klukkan 20. Nemendur munu sýna leikþætti og sögur og að lokinni dagskrá verða veitingar í boði foreldrafélagsins. Aðgangseyrir er 1.500 kr fyrir fullorðna en frítt fyrir börn á leik- og grunnskólaldri.

Árshátíðin í Sólgarðaskóla hefst kl 14 á sunnudaginn. Boðið verður upp á skemmtiatriði, söng og bingó og eru veglegir vinningar í boði.  Aðgangur er 1500 kr. og auka bingóspjöld á 500 kr stykkið.  

Nemendur bjóða alla velkomna á hátíðirnar.