Árshátíð unglingastigs í Bifröst
01.12.2015
Árshátíð 8. og 9. bekkja Árskóla verður í Bifröst 1. og 2. desember kl 17 og 20 báða dagana. Krakkarnir lofa gleði og gríni en þau setja á svið tvo leikþætti um endurfundi á ellheimili og nútímavæddan garlakarlinn í Oz.
Leikþátturinn á elliheimilinu gerist árið 2085 en þar hittast gömul bekkjarsystkini úr 8. HÆ og rifja upp gamlar minningar. Krakkarnir í 9. bekk eru búin að nútímavæða garlakarlinn í Oz og munu sýna gestum hvað gerist þegar Dóróteu er bannað að fara á netið.
Allur ágóði sýninganna rennur í ferðasjóð 10. bekkinga.