Ársskýrsla Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2024 útgefin
27.03.2025
Nú er komin í loftið ársskýrsla Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2024. Í ársskýrslunni er farið yfir starfsemi safnsins sl. ár en þar var tekið upp á ýmsum nýjungum. Í skýrslunni er einnig farið yfir niðurstöður þjónustukönnunar sem lögð var fyrir í nóvember og desember sl. Þar kemur m.a. fram mikill áhugi á helgaropnun, áhugi á fleiri viðburðum o.fl.
"Með breyttri samfélagsgerð og lífsmynstri almennings hefur starfsemi almenningsbókasafna breyst og þróast síðustu áratugina. Það er mikilvægt að við fylgjum þeirri þróun og endurspeglum hana í
þjónustu okkar", segir Kristín Sigurrós Einarsdóttir héraðsbókavörður m.a. í lokaorðum skýrslunnar.