Áttundi og síðasti þáttur Atvinnupúlsins
Á miðvikudagskvöld var áttundi og síðasti þáttur Atvinnupúlsins í Skagafirði á dagskrá N4 sjónvarps. Í þáttunum er farið yfir hið fjölbreytta atvinnulíf í Skagafirði og ýmsir vinnustaðir heimsóttir ásamt því að rætt er við aðila sem tengjast atvinnulífinu á einn eða annan hátt.
Í áttunda þætti er annars vegar rætt við verkefnastjóra hjá Sveitarfélaginu Skagafirði almennt um atvinnumál á svæðinu og hins vegar um ferðaþjónustu. Framkvæmdastjóri verslunar- og þjónustusviðs KS fer yfir þá þjónustu sem veitt er í verslunum fyrirtækisins á svæðinu. Rætt er við forseta sveitarstjórnar um áætunarflug á Sauðárkrók sem hófst þann 1. desember sl. og þau tækifæri sem felast í þeirri þjónustu. Framkvæmdastjóri Atlantic Leather tók á móti N4 og fræddi þau starfsemi fyrirtækisins. Að lokum fer sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar yfir fræðsluþjónustu sem veitt er á vegum sveitarfélagsins.
Hægt er að horfa á þáttinn með því að smella hér.
Vakin er athygli á því að allir þættirnir eru nú aðgengilegir á vef N4.