Fara í efni

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akureyri 28.-30. mars

05.02.2014

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin fer fram á Akureyri í fjórða sinn helgina 28. - 30. mars. Viðburðurinn er haldinn í þeim tilgangi að hjálpa einstaklingum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Það eru Tækifæri, Háskólinn á Akureyri, Stefna og Akureyrarstofa sem standa að helginni. Einnig styðja fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar við viðburðinn með ýmsum hætti. Fyrirmyndin er erlend, StartupWeekend þar sem þátttakendur mæta með eða án hugmyndar, skipta sér í lið og vinna frá föstudegi til sunnudags við að byggja upp viðskiptahugmyndir.Markmiðið er að klára frumgerð, eða sem næst því, af vörunni eða þjónustunni sem unnið er að. Margir sérfræðingar mæta yfir helgina og hjálpa þátttakendum við vinnslu hugmyndanna.

Fyrstu verðlaun eru 1.000.000 kr og verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og fjórum hugmyndum veitt sérverðlaun. Allir geta tekið þátt og er þátttakan ókeypis.

Innifalið:

Hjálpsamir og reynslumiklir mentorar

Leiðsögn og kennsla á tól og tæki sem nýtast við stofnun fyrirtækja

Gagnlegir fyrirlestrar

Verðlaun fyrir bestu hugmyndina

Matur og drykkur allan tímann

Skráning fer fram á www.ana.is