Auglýsing um samþykktar skipulagstillögur
Byggðarráð Skagafjarðar, í umboði sveitarstjórnar, samþykkti á 57. fundi sínum þann 31. júlí 2023 fimm tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málsmeðferðir voru samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Viðfangsefni samþykktra skipulagstillagna eru eftirfarandi:
Íbúðarbyggð á Sauðárkróki – Sveinstún
Viðfangsefni breytingarinnar felur í sér stækkun á landnotkunarreit fyrir íbúðarbyggð nr. ÍB410 til suðurs. Breytingin gerir ráð fyrir fjölgun íbúða á svæðinu í 85 íbúðir í einbýli, par-, rað-, og fjölbýlishúsum.
Íbúðarbyggð á Hofsósi – sunnan Kirkjugötu
Breytingin felst í að bæta við fjölda nýrra íbúða fyrir íbúðarsvæði ÍB602. Markmið og ákvæði um íbúðarbyggð á Hofsósi haldast óbreytt.
Flæðagerði – íþróttasvæði hestamanna
Breytingin felur í sér að leyfilegt byggingarmagn á landnotkunarreit ÍÞ404 er aukið. Að öðru leyti er stefna um landnotkun á íþróttasvæðinu, stærð þess og afmörkun á þéttbýlisuppdrætti óbreytt.
Sauðárkrókskirkjugarður
Breytingin felur í sér að landnotkunarreitur fyrir Sauðárkrókskirkjugarð K401 er stækkaður til suðurs og stærð aðliggjandi svæðis OP405 og AF401 breytt til samræmis.
Skólasvæði Varmahlíðar
Breytingin felur í sér stækkun svæðis samfélagsþjónustu S501 til vesturs inn á hluta svæðis SL501, ÍÞ501 og AF501. Ekki er lögð til breyting á stefnu um landnotkun svæðanna eða byggingarmagn.
Sveitarstjóri Skagafjarðar