Auglýsing um skipulagsmál - aðalskipulag 2009-2021 og tengivirki Varmahlíð
Þann 23. janúar síðastliðinn samþykkti sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að leggja fram til kynningar drög að breytingum á aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.
Um er að ræða vinnslutillögu í fimm liðum. Valkosti á legu Blöndulínu 3, Sauðárkrókslínu, áframhaldandi frestun á virkjanakosti í Skagafirði, fella út urðunarsvæði við Brimnes, nýtt tengivirki og lega jarðstrengs á Sauðárkróki og ný efnistökusvæði vegna framkvæmda.
Haldinn verður opinn kynningarfundur um vinnslutillöguna og verður fundartími auglýstur síðar.
Vinnslutillagan er aðgengileg hér á heimasíðunni og í ráðhúsinu á Sauðárkróki og hægt að skila inn athugasemdum við hana til og með 9. mars næstkomandi til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið jobygg@skagafjordur.is
Einnig er til kynningar vinnslutillaga að deiliskipulagi tengivirkis í Varmahlíð sem í felst afmörkun lóðarmarka og byggingarreits. Samkvæmt tillögunni er heimilt að byggja nýtt tengivirki innan byggingarreitsins.
Tillagan er aðgengileg hér á heimasíðunni og mun skipulagsfulltrúi svara fyrirspurnum um hana þann 8. febrúar næstkomandi milli kl 15 og 16 í ráðhúsi en frestur til að skila inn ábendingum um hana er til og með 23. febrúar.