Auglýsing um skipulagsmál - Borgargerði 4 og Sólheimar 2
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 57. fundi sínum þann 31. júlí síðastliðinn að auglýsa skipulagslýsingu um gerð deiliskipulags, fyrir Borgargerði 4 í Borgarsveit og Sólheima 2 í Blönduhlíð, samkvæmt 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið fyrir Borgargerði 4 er 19,5 ha að stærð og er á skilgreindu landbúnaðarsvæði L1 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Markmið fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu eru að fjalla um landnotkun, skilgreina byggingarreiti og fjalla um byggingarskilmála.
Skipulagssvæðið fyrir Sólheima 2 er 11.3 ha að stærð og er á skilgreindu landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022. Viðfangsefni fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu er að gera grein fyrir hugmyndum landeiganda fyrir landnotkun í framtíðinni, m.a. starfsemi fyrir dýralækningar og skilgreina byggingarreiti og byggingarskilmála.
Tillögurnar munu liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15 og hér á heimasíðu Skagafjarðar frá 2. ágúst til og með 6. september 2023. Einnig er hægt að skoða skipulagsmál í Skagafirði á nýrri skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is. Þar er jafnframt hægt að senda inn athugasemdir og ábendingar meðan á kynningartíma stendur. Hægt er að leita eftir málsnúmer fyrir Borgargerði 4 (425/2023) og fyrir Sólheima 2 (449/2023).
Athugasemdir og ábendingar varðandi skipulagstillögurnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 6. september 2023.