Auglýsing um skipulagsmál - Borgargerði 4, Skógargötureitur og Kirkjureitur
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 23. fundi sínum þann 21. febrúar 2024 að auglýsa, í samræmi við 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulagstillögu fyrir Borgargerði 4 í Borgarsveit, Skagafirði, að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Skógargötureit, íbúðabyggð á Sauðárkróki og að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki .
Tillaga að deiliskipulagi – Borgargerði 4, Borgarsveit, Skagafirði
Málsnúmer 425/2023 í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 23. fundi sínum þann 21. febrúar 2024 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Borgargerði 4 í Borgarsveit, Skagafirði, í samræmi við 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið afmarkast af landamerkjum Borgargerðis 4 eins og þau koma fram á hnitsettum uppdrætti nr. S01 í verki 72954303, dags. 9. sept. 2022. Svæðið afmarkast af Borgargerði 3 að sunnanverðu, Borgargerði 1 og Borgargerði lóð að vestan, Sjávarborgarvegi (7475) að norðan og Sjávarborg 3 austan. Hnitsett landamerki á móti Sjávarborg 3, Borgargerði 1 og 3 hafa ekki verið staðfest af landeigendum. Landamerki Borgargerðis 4 að norðan fylgja miðjum Sjávarborgarvegi en skipulagssvæðið nær að veginum. Svæðið er um 19,5 ha að stærð.
Aðkoma er frá Sauðárkróksbraut (75) um Sjávarborgarveg (7475). Í gegnum tíðina hefur verið notast við túntengingu við Sjávarborgarveg inn á skipulagssvæðið. Tengingin er til móts við afleggjara að íbúðarhúsalóðinni Borg, L203895.
Byggingar í nágrenninu eru helst íbúðarhús og sumarbústaðir. Þá er félagsheimilið Ljósheimar um 200 m vestan við skipulagssvæðið. Áshildarholtsvatn liggur um 80 m norðan við skipulagssvæðið og svæðið nær að Miklavatni að austanverðu.
Skipulagsuppdráttur nr. DS01, dags. 23.01.2024, unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu, sýnir fyrirhugaða uppbyggingu á Borgargerði 4. Uppdrátturinn sýnir staðsetningu lóðamarka, byggingarreita, vegtengingar og aðkomu að byggingum, ásamt byggingarskilmálum. Tillagan er auglýstar frá 28. febrúar til og með 12. apríl 2024 (sjá nánar neðst í fréttinni).
Tillaga að deiliskipulagi – Borgargerði 4, Borgarsveit, Skagafirði
Tillaga að deiliskipulagi á vinnslustigi – Skógargötureitur Sauðárkróki
Málsnúmer 208/2024 í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 23. fundi sínum þann 21. febrúar 2024 að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Skógargötureit, íbúðabyggð á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið afmarkast af Skógargötu að vestan, Kambastíg að norðan, Aðalgötu að austan og göngustíg að sunnan. Innan skipulagssvæðisins eru skráðar 11 lóðir. Húsin voru byggð á árunum 1887-1963 og eru 8 þeirra aldursfriðuð skv. lögum nr. 80/2012 um menningarminjar. Þau hús sem ekki hafa náð friðunaraldri eru Skógargata 1 og 3 og Kaupvangstorg 1. Svæðið er um 5.847 m² að stærð. Afmörkunin er innan skilgreinds íbúðarsvæðis og minjaverndarsvæðis í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Enginn þjóðvegur liggur um eða við svæðið.
Skipulagsuppdráttur nr. DS01, dags. 22.01.2024, unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu, sýnir lóðir, aðkomu að lóðum og byggingarreiti innan Skógargötureitsins, ásamt byggingarskilmálum. Tillagan er auglýstar frá 28. febrúar til og með 12. apríl 2024 (sjá nánar hér að neðan).
Tillaga að deiliskipulagi á vinnslustigi – Skógargötureitur Sauðárkróki
Tillaga að deiliskipulagi á vinnslustigi - Kirkjureitur Sauðárkróki
Málsnúmer 578/2023 í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 23. fundi sínum þann 21. febrúar 2024 að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið afmarkast af Skógargötu að vestan, Bjarkarstíg að norðan, Aðalgötu að austan og Hlíðarstíg í Kirkjuklauf að sunnan. Innan svæðisins er Sauðárkrókskirkja, byggð árið 1892, friðýst þann 1. janúar 1990. Önnur hús innan svæðisins eru aldursfriðuð skv. lögum nr. 80/2012 um menningarminjar. Svæðið er um 2.603 m² að stærð. Afmörkunin er innan skilgreinds íbúðarsvæðis í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Enginn þjóðvegur liggur um eða við svæðið. Innan skipulagssvæðisins eru skráðar 5 lóðir/landnúmer, Sauðárkrókskirkja, Aðalgata 1, Skógargata 13, 15 og 17b.
Húsin voru byggð á árunum 1892-1915 og eru því öll aldursfriðuð skv. lögum nr. 80/2012 um menningarminjar. Skipulagsuppdráttur nr. DS01, dags. 18.01.2024, unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu, sýnir lóðir, aðkomu að lóðum og byggingarreiti innan Kirkjureitsins, ásamt byggingarskilmálum. Tillagan er auglýstar frá 28. febrúar til og með 12. apríl 2024 (sjá nánar hér að neðan).
Tillaga að deiliskipulagi á vinnslustigi - Kirkjureitur Sauðárkróki
Tillögurnar er auglýstar frá 28. febrúar til og með 12. apríl 2024. Hægt er að skoða skipulagstillögurnar í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is. Tillögurnar munu jafnframt liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá kl. 10-12 og kl. 12:30-15. Einnig er hægt að nálgast gögnin hér á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is.
Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi deiliskipulagstillögurnar. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgáttina www.skipulagsgatt.is í síðasta lagi 12. apríl 2024. Einnig er hægt að skila inn umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is.
Umsagnir um skipulagsmál sveitarfélagsins teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum Skipulagsnefndar og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni. Persónuupplýsingar eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda.
Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar