Auglýsing um skipulagsmál - deiliskipulag Sauðárkrókshöfn
07.01.2020
Ákveðið hefur verið að vinna nýtt deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki en gildandi deiliskipulag er frá árinu 1995. Ýmsar forsendur hafa breyst síðan þá og aukin og fjölbreyttari starfsemi kallar á breytingar.
Á fundi sveitarstjórnar þann 12. desember síðastliðinn var samþykkt að auglýsa og kynna skipulagslýsinguna sem er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Skipulagslýsingin er aðgengileg hér á heimasíðu sveitarfélagsins og er hægt að koma ábendingum eða athugasemdum við hana til skipulagsfulltrúa til og með miðvikudagsins 5. febrúar næstkomandi.
Athugasemdir skal senda á netfangið jobygg@skagafjordur.is eða á póstfangið Sveitarfélagið Skagafjörður, Skagfirðingabraut 17, 550 Sauðárkróki, merkt Sauðárkrókshöfn, deiliskipulag 2020.