Auglýsing um skipulagsmál - Freyjugata 25-27 og 29-31
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 23. fundi sínum þann 21. febrúar 2024 umsókn Byggingarfélagsins Sýls ehf., lóðarhafa lóða nr. 25-27 og 29-31 við Freyjugötu um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið "Íbúðareitur milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki". Lagður fram tillöguuppdráttur unnin hjá BR Teiknistofu slf. dags. 02.01.2024. Breytingar, sem óskað er eftir eru: Í stað tveggja parhúsa á framangreindum lóðum við Freyjugötu verði heimilað að byggja tvö 3ja íbúða raðhús. Lóð og byggingarreitur á lóð Freyjugötu nr. 25-29 (áður 25-27) verði stækkuð um 1,7 m til suð-austurs og lóð og byggingarreitur á lóð Freyjugötu nr. 31-35 (áður 29-31) skerðist að sama skapi. Lóð Freyjugötu nr. 25-29 stækkar úr 1.153,3 m² í 1.195 m² og leyfilegt hámarks nýtingarhlutfall skerðist úr 0,35 í 0,32. Lóð Freyjugötu nr. 31-35 minnkar úr 1.063,8 m² í 1.022,8 m² og hámarks leyfilegt nýtingarhlutfall er aukið úr 0,35 í 0,38. Hámarks leyfilegt nýtingarhlutfall samanlagt á báðum lóðunum helst óbreytt eða 0,35 þannig að ekki verður um meira byggingarmagn að ræða en heimilt er skv. gildandi deiliskipulagi. Staðföng munu breytast með fjölgun íbúða.
Breyting deiliskipulagi - Tillaga
Breytingu á deiliskipulagi - Skýringaruppdráttur
Tillagan er auglýst frá 5. júní 2024 til og með 18. júlí 2024. Hægt er að skoða skipulagstillöguna í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 715/2024. Tillagan mun jafnframt liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15. Einnig er hægt að nálgast gögnin á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is. Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi deiliskipulagstillöguna. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgáttina www.skipulagsgatt.is undir máli númer 715/2024 í síðasta lagi 18. júlí 2024. Einnig er hægt að skila inn umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is. Umsagnir um skipulagsmál sveitarfélagsins teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum Skipulagsnefndar og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni. Persónuupplýsingar eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda.
Skipulagsfulltrúi Skagafjarða