Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál - Hofsós, sunnan Kirkjugötu og Merkigarður í Tungusveit

21.09.2022
Tillaga að deiliskipulagi á Hofsósi, sunnan Kirkjugötu
  1. Tillaga að deiliskipulagi – Hofsós, sunnan Kirkjugötu

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 4. fundi sínum þann 14. september 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu, skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 3,4 ha að stærð og afmarkast af Suðurbraut að vestan, að Kirkjugötu að norðan og af opnu svæði og óbyggðu íbúðasvæði að sunnan og austan. Markmið skipulagsins er að setja fram heildstæða sýn fyrir allt skipulagssvæðið og skilmála um uppbyggingu. Helstu viðfangsefni eru að skilgreina lóðamörk, byggingarreiti, umferðarleiðir, bílastæði og gönguleiðir.

Hofsós, sunnan Kirkjugötu - Tillaga að deiliskipulagi

Hofsós, sunnan Kirkjugötu - Greinargerð

 

  1. Tillaga að deiliskipulagi – Merkigarður í Tungusveit, Skagafirði

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á 4. fundi sínum þann 14. september 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Merkigarð í Tungusveit skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 45 ha og nær yfir hluta landareignar Merkigarðs og er á landnotkunarreit fyrir frístundabyggð F-19 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Í tillögunni eru skilgreindar 18 frístundalóðir og byggingarreitir og settir fram skilmálar um aðkomu og umgjörð svæðisins.

Merkigarður í Tungusveit - Tillaga að deiliskipulagi 01

Merkigarður í Tungusveit - Tillaga að deiliskipulagi 02

Merkigarður í Tungusveit, Skagafirði - Greinargerð

 

Skipulagstillögur eru auglýstar frá 21. september til og með 2. nóvember 2022. Tillögurnar munu liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15 og á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is (Auglýsingar um skipulagsmál).

Athugasemdir og ábendingar varðandi skipulagstillögurnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 2. nóvember 2022.

Skipulagsfulltrúi