Auglýsing um skipulagsmál - Lambeyri í Tungusveit
Deiliskipulag - Skipulagslýsing
Samkvæmt 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst skipulagslýsing fyrir eftirfarandi skipulagssvæði: Lambeyri – Skipulagslýsing.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi þann 16. nóvember 2022, beiðni landeiganda um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir Lambeyri í Tungusveit skv. 2.mgr. 38.gr. og 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagssvæðið er um 1,78 ha að stærð og samræmist lóðamörkum Lambeyrar. Skipulagssvæðið er innan þéttbýlismarka Steinsstaða í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á hluta landbúnaðarsvæðis nr. L801. Meðfylgjandi umsókn er skipulagslýsing, útg. 1.0, dags. 21.10.2022. Skipulagslýsing liggur frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki, á opnunartíma frá kl.10-12 og kl.12:30-15. Einnig er hægt að nálgast gögnin hér að neðan. Skipulagslýsing er í auglýsingu frá og með 8. febrúar 2023 til og með 8. mars 2023.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi fyrirhugaða deiliskipulagstillögu til 8. mars 2023. Ábendingar skulu vera skriflegar og má afhenda í afgreiðslu Ráðhússins, við Skagfirðingabraut 17-21 á Sauðárkróki, póstleggja á póstfangið Skagafjörður, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki eða senda á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is.
Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar.