Auglýsing um skipulagsmál - mat á umhverfisáhrifum, Hulduland í Hegranesi
26.02.2018
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur tekið ákvörðun um að nytjaskógrækt í landi Huldulands í Hegranesi sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif sbr. viðmið í 2. viðauka við lög nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Ákvörðunin liggur frammi hér á heimasíðunni og einnig á vef Skipulagsstofnunar skipulag.is og samkvæmt 14. gr laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 1. apríl næstkomandi.